Fréttir um marga látna í Tíbet

Útlagastjórn Tíbets sagðist í morgun hafa fengið óstaðfestar fréttir af því, að allt að 100 manns hefðu látið lífið í átökum, sem brutust þar út í gær þegar kínverskir hermenn stöðvuðu mótmæli lýðræðissinna. Þá hafa einnig borist fréttir af því að herlög hafi verið sett í Lhasa, höfuðborg Tíbets.

Í yfirlýsingu frá útlagastjórninni, sem hefst við í norðurhluta Indlands, segir að hún hafi miklar áhyggjur af fréttum sem berist frá öllum svæðum landsins um að kínverskir hermenn drepi, særi og handtaki þúsundir Tíbeta af handahófi, sem vilji mótmæla kínverskri stefnu með friðsömum hætti. 

„Þessi mótmæli endurspegla hinar raunverulegu tilfinningar Tíbeta sem búa í Tíbet  en þeir þrá að losna undan kínversku oki," segir útlagastjórnin. 

Eldur og reykur á götu í Lhasa í gær. Myndin …
Eldur og reykur á götu í Lhasa í gær. Myndin er tekin af kínverska ríkissjónvarpinu CCTV. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert