Klerkar endurmenntaðir

40 þúsund klerkar verða endurmenntaðir.
40 þúsund klerkar verða endurmenntaðir. Reuters

Yfirvöld í Sádi-Arabíu hyggjast senda 40 þúsund múslímaklerka í endurmenntun og mun það vera liður í baráttunni við herskáa bókstarfstrúarmenn. Að sögn fréttastofu BBC mun þetta vera liður í stærra verkefni sem á að hvetja til hófs og umburðarlyndis í Sádi-Arabíu.

Það er ráðuneytið sem fer með trúmál sem á að sjá um endurmenntunina.
Samkvæmt fréttaskýrendum munu ráðamenn í Sádi-Arabíu hafa áttað sig í auknum mæli á því að hertar öryggisaðgerðir eru ekki nóg í baráttunni við herskáa bókstafstrúarmenn.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert