Obama setur skattskýrslu sína á netið

Barack Obama
Barack Obama Reuters

Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, hefur lagt fram skattskýrslur sínar til 7 ára og birt þær á heimasíðu sinni og hvetur hann hann mótframbjóðanda sinn, Hillary Clinton, að gera slíkt hið sama.

Talsmaður Obama segist vona að Clinton muni opinbera fjármál sín áður en kemur að kosningu í Pensylvaníu fylki 22. apríl nk.  Clinton hefur sagt að skattskýrsla sín muni líklega vera opinberuð fyrir vikulok.

Obama birti tölur sem ná frá árinu 2000 til 2006 og sjá má gríðarlega tekjuaukningu eftir að bækur hans voru gefnar út. Heildartekjur Obama og konu hans, Michelle, árið 2004 voru um 21 milljón króna en árið 2005 voru heildartekjur rúmlega 122 milljónir króna. Obama fékk þá borgað um 92 milljónir fyrir endurútgáfurétt á bók hans „Dreams From My Father“.

„Að gefa út skattskýrslur er viðtekin venja. Okkur finnst bara sjálfsagt að Hillary Clinton og hennar föruneyti geri slíkt hið sama. Þessi kosningabarátta er búin að standa yfir í rúmt ár og mér finnst ekki að kjósendur þurfi að bíða þangað til þrem dögum fyrir næstu forkosningar til að fræðast um fjármál Clinton hjónanna.,“ sagði Robert Gibbs, talsmaður Obama, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert