Tveggja ára stúlka datt niður í 12 metra djúpan brunn

Verkfræðingar á vegum hersins og lögreglunnar í norðurhluta Indlands eru í kapphlaupi við tímann við að reyna að bjarga tveggja ára gamalli stúlku sem datt niður 12 metra djúpan brunn í gærkvöldi.

Herinn er að grafa göng samhliða brunninum og ná til stúlkunnar á þann hátt. Heyrst hefur til hennar gráta og hefur súrefni verið komið til hennar. Einnig hefur verið sent niður til hennar þrúgusykur, vatn og kex og hafa foreldrar hennar statt og stöðugt verið að reyna að tala við hana.

En ástandið er vafasamt þar sem óttast er að brunnurinn gæti hrunið ef unnið er of hröðum höndum við gröftinn. Herinn flýtir sér því hægt og sjúkrabíll og læknar eru í viðbragðsstöðu. Hundruð manna hafa komið saman á svæðinu og fylgjast með björgunaraðgerðum, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert