Hreinn meirihluti næst líklega ekki

Stuðningsmenn Morgan Tsvangirai.
Stuðningsmenn Morgan Tsvangirai. AP

Opinberar tölur gefa til kynna að hvorki Robert Mugabe, sitjandi forseti, eða Morgan Tsvangirai, helsti forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, hljóti hreinan meirihluta úr forsetakosningunum í Zimbabwe.

Talið er líklegt að Mugabe vilji ekki taka þátt í úrslitakosningum milli þeirra tveggja ef hvorugur hlýtur hreinan meirihluta. Fréttaritarar segja að Mugabe muni líklega tapa þeim kosningum þar sem talið er líklegt að þeir sem kusu óháða frambjóðandann Simba Makoni munu kjósa gegn Mugabe, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert