Börn létu lífið í átökum á Gasa í dag

Sjúkraliðar flytja særða eftir átök á Gasa í dag.
Sjúkraliðar flytja særða eftir átök á Gasa í dag. AP

Fimm Palestínumenn létu lífið á Gasa í dag í átökum Ísraela og Palestínumanna á Gasa ströndinni.  Ísraelskir skriðdrekar fóru inn á Gasa svæðið í morgun og hófu skothríð, en Ísraelar höfðu heitið því að hefna árás sem gerð var við landamæri Gasa og Ísrael fyrr í vikunni. 
Tíu ára palestínskur drengur lét lífið og þrír táningar sem voru inni í húsi sem varð fyrir árás Ísraela.  Að minnsta kosti 25 manns særðust í átökunum í dag, en samkvæmt upplýsingum AFP fréttastofunnar særðust þrjú börn alvarlega.

Ísraelski herinn staðfesti í morgun að herinn væri með aðgerðir á Gasa og hefði lent í átökum.   Þau koma í kjölfarið á árásum ísraelska flughersins á suðurhluta Gasa í gærkvöldi,  tveir herskáir Hamas-liðar féllu og tveim dögum áður stóðu herskáir Hamas-liðar stóðu fyrir árás yfir landamærin þar sem tveir Ísraelsmenn féllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert