Kartöflur í stað hveitis

Stjórnvöld í Perú vonast til þess að með aukinni notkun kartaflna verði hægt að berjast gegn hækkun heimsmarkaðsverðs á hveiti. Hvetja þau bakara til þess að færa sig frekar í framleiðslu á kartöflubrauðum í stað hveitibrauða.

80% af því hveiti sem notað í Perú árlega er flutt inn en ársneysla hveitis er 1,5 milljón tonn. Miklar verðhækkanir á hveiti hafa valdið því að stjórnvöld í Perú hafa þurft að auka fjárframlög til skóla, sjúkrahúsa og fangelsa þar sem matarkostnaður hefur aukist gríðarlega í kjölfarið hjá ríkisstofnunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert