Snarpur jarðskjálfti í Illinois

Öflugur jarðskálfti, sem mældist 5,2 stig á Richter, varð í suðausturhluta Illinois í Bandaríkjunum í dag og er hann sá stærsti í miðvesturríkjunum í 40 ár. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.  

Skjálftann var hægt að finna langar leiðir. Þessi skjálfti er sá stærsti síðan í nóvember 1968 en þá mældist skjálfti á svæðinu 5,4 á Richter. Þrátt fyrir stærð skjálftans í dag er ekki vitað til að fólk hafi slasast alvarlega og skemmdir urðu ekki miklar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert