Verð á hrísgrjónum í sögulegu hámarki

Verð á hrísgrjónum hefur hækkað um 50% á undanförnum misserum og hefur þetta valdið því að ekkert annað en dauðinn bíður fjölda fólks í þróunarlöndunum. Alþjóðabankinn hefur hvatt ríkari þjóðir heims til þess að grípa inn í þar sem verðhækkanir á matvælum geti neytt 100 milljónir í hungursneyð.

Víða í fátækum ríkjum heims hefur komið til uppþota vegna stöðugrar hækkunar á matvælaverði. En á sama tíma hafa tvær bandarískar verslunarkeðjur gripið til þess að ráðs að skammta stóra poka af hrísgrjónum til viðskiptavina til þess að tryggja að allir geti keypt grjón og um leið að koma í veg fyrir að viðskiptavinir hamstri hrísgrjón. Um er að ræða keðjuna Sam's Club, sem er í eigu Wal-Mart, en þar getur hver viðskiptavinur keypt að hámarki keypt fjóra 9 kg poka af hrísgrjónum. Svipað  gildir um kaup á hrísgrjónum hjá samkeppnisaðilanum, Costco.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert