Rafrænn Thorvaldsen verðlaunaður

Thorvaldsens Museum fékk dönsku safnaverðlaunin.
Thorvaldsens Museum fékk dönsku safnaverðlaunin. Mynd fengin af vef Thorvaldsens Museum

Thorvaldsens Museum í Kaupmannahöfn hefur hlotið hin dönsku safnaverðlaun 2008 og fyrir utan heiðurinn þá getur safnið bætt sem samsvarar tæplega 8 milljónum króna inn á reikning sinn.

Safnið tryggði sér verðlaunin með vel heppnaðri vefsíðu með sýndarheimi þar sem hægt er að ferðast um sali þess og skoða það sem á boðstólum er.

Á fréttavef Berlingske Tidende kemur einnig fram að til standi að setja bréfasafn safnsins á stafrænt form til að gera það aðgengilegra fyrir almenning.


Styttan Adonis, guð jarðargróðurs, frá 1808 er eftir Bertil Thorvaldsen …
Styttan Adonis, guð jarðargróðurs, frá 1808 er eftir Bertil Thorvaldsen sem uppi var 1770 til 1844. mbl.is/Þorkell
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert