Handtekinn vegna gruns um barnaníð

Lögregla á bresku eyjunni Jersey hefur handtekið 68 ára gamlan karlmann sem er grunaður um að hafa misnotað börn á heimili fyrir börn sem var lokað árið 1986. Um 100 manns hafa kært meint kynferðislegt ofbeldi á barnaheimilinu á því tímabili sem það var starfrækt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Jersey er verið að yfirheyra manninn en hann er grunaður um að hafa ítrekað nauðgað og beitt börn harðræði á Haut de la Garenne barnaheimilinu.

Einn maður hefur verið ákærður vegna ofbeldis gagnvart börnum á  Haut de la Garenne barnaheimilinu. Gordon Claude Wateridge, 76 ára, er ákærður fyrir að hafa í þrígang beitt stúlkur yngri en 16 ára kynferðislegu ofbeldi á árunum 1969 til 1979 er hann starfaði sem vörður þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert