Notkun barnageðlyfja eykst

Börnum í Bandaríkjunum er gefið næstum sex sinnu meira af geðlyfjum en börnum í Bretlandi samkvæmt niðurstöðum nýrrar breskrar rannsóknar. Notkun barn á slíkum lyfjum hefur hins vegar aukist mjög bæði í Bretlandi og Bandríkjunum og telja sérfræðingar að þau séu ofnýtt í báðum löndum.

Samkvæmt því sem fram kemur í grein sem birt er í fagtímaritinu Pediatrics fengu 4 börn af hverjum 10.000 börnum í Bretlandi geðlyf árið 1992. Árið 2005 fengu hins vegar 7 börn af hverjum 10.000 börnum í landinu slík lyf. Í Bandríkjunum fengu 23 af hverjum 10.000 börnum geðlyf árið 1996 en árið 2001 fengu 23 börn af hverjum 10.000 börnum slík lyf. Algengast er að börn fái lyf vegna einhverfu og ofvirkni sem sérstaklega eru ætluð börnum og segja sérfræðingar að bæði megi rekja aukningu í notkun þeirra til aukinnar tíðni geðsjúkdóma og aukinna áhrifa lyfjafyrirtækja. Rannsóknin var unnin með yfirferð á sjúkraskýrslum 16.000 barna á árunum 1992-2005.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert