Spá minni eftirspurn eftir olíu

Hátt verð á olíu og samdráttur í efnahagslífi þróaðra ríkja munu draga úr eftirspurn eftir olíu á alþjóðamarkaði, þrátt fyrir vöxt í Kína og Miðausturlöndum, samkvæmt spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Nýjustu tölur bendi til offramboðs á olíu á markaðinum undanfarna tvo mánuði.

Líkur séu á að offramboð haldist út árið, svo lengi sem OPEC haldi núverandi framleiðslu.

Í skýrslu IEA, „Þurfum við meiri olíu?“ segir ennfremur að þótt neytendur séu farnir að taka tillit til hækkandi olíuverðs - yfir 120 dollara á tunnuna - sé áhrifa þess ekki enn farið að gæta í atferli og spám.

Helstu áhrifavaldar í mikilli hækkun olíuverðs undanfarið voru samkeppni neytenda um olíu til að viðhalda birgðum og kaup á eldsneyti til að svara skammtímaeftirspurn.

Draga kunni úr eftirspurn frá vaxandi hagkerfum ef og þegar stjórnvöld ákveði að ekki sé lengur hægt að viðhalda niðurgreiðslu á eldsneyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert