Þriggja daga þjóðarsorg

Flaggað í hálfa stöng á Tiananmen torginu í Peking, í …
Flaggað í hálfa stöng á Tiananmen torginu í Peking, í Kína. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í dag. CLARO CORTES IV

Þriggja daga þjóðarsorg er hafin í Kína vegna hörmunga í kjölfar öflugs jarðskjálfta sem reið yfir landið fyrir viku síðan.  Í dag verður öllum fánum flaggað í hálfa stöng og klukkan 14.28 á staðartíma verður þriggja mínútna þögn um allt landið til minningar um fórnarlömb skjálftans.  

Staðfest hefur verið að 32.477 manns létu lífið en yfirvöld segja að tala látinna gæti hækkað upp í 50.000, og meira en 220.000 manns særðust.  Björgunarmenn vinna en að því að bjarga fólki úr húsarústum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka