Yfir 67 þúsund látnir

Stjórnvöld í Kína greindu frá því í dag að tala látinna væri komin í 67.183. Er þetta 2.100 fleiri en greint var frá í gær, tveimur vikum eftir að jarðskjálfti upp á 7,9 stig á Richter reið yfir landið. Fastlega er gert ráð fyrir því að yfir áttatíu þúsund hafi látist í jarðskjálftanum og eftirskjálftum undanfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert