Mótmæli vegna hækkandi eldsneytisverðs víða í Evrópu

Frá mótmælaaðgerðum á Spáni í dag.
Frá mótmælaaðgerðum á Spáni í dag. mbl.is/Arngrímur

Mótmælaaðgerðir hafa verið víða í Evrópu í dag vegna hækkandi eldsneytisverðs. Þúsundir sjómanna eru í verkfalli, og sögðu formenn stéttarfélaga að allur portúgalski fiskveiðiflotinn væri í höfn. Á Spáni komu um sjö þúsund sjómenn saman til mótmæla við landbúnaðarráðuneytið.

Franskir sjómenn hafa staðið að mótmælaaðgerðum undanfarnar vikur, með þátttöku belgískra og ítalskra starfsbræðra. Flutningabílstjórar í Bretlandi og Hollandi hafa einnig mótmælt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert