Segja hvalkjötsútflutninginn spilla fyrir málamiðlun

Náttúruverndarsamtök segja að útflutningur Íslendinga og Norðmanna á hvalkjöti til Japans muni spilla fyrir tilraunum til málamiðlunar á milli hvalveiðisinna og hvalafriðunarsinna. Japanskir embættismenn kannast ekki við að beiðni um innflutningsleyfi hafi borist til þarlendra yfirvalda.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Undanfarið ár hefur formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins, William Hogarth, reynt að finna leiðir til að sætta stríðandi sjónarmið fylgismanna og andstæðinga hvalveiða innan ráðsins.

Japanir og ríki sem vinna gegn hvalveiðum, eins og til dæmis Hilland og Nýja Sjáland, hafa lagt sitt að mörkum til þessara sáttaumleitana, þrátt fyrir gagnkvæmt vantraust.

Sú ákvörðun að flytja út hvalkjöt „þýðir að Íslendingar, eða að minnsta kosti [Kristján] Loftsson, er að reyna að gera útaf við allar sáttaumleitanir,“ hefur BBC eftir Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert