19 ár frá fjöldamorðum á Torgi hins himneska friðar

Öryggsgæsla var hert á Torgi hins himneska friðar í Peking í dag en nítján ár eru liðin frá því þegar kínversk stjórnvöld beitti hervaldi til að bæla niður mótmæli námsmanna. Ekkert er minnst á atburðina í kínverslum ríkisfjölmiðlum í dag þrátt fyrir að hundruð eða þúsundir manna hafi látið lífið er stjórnvöld beittu hervaldi til að brjóta mótmæli stúdenta niður. 

Samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökunum  Human Rights Watch er talið að 130 séu enn í kínverskum fangelsum fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum stúdenta árið 1989.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert