Olmert: Nær átökum en friði

Hús þetta eyðilagðist í aðgerðum Ísraelshers á Gaza fyrir skömmu.
Hús þetta eyðilagðist í aðgerðum Ísraelshers á Gaza fyrir skömmu. Reuters

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert vakti ótta fréttaskýrenda um að í vændum væru viðamiklar hernaðaraðgerðir Ísraela á Gaza þrátt fyrir tilraunir Egypta til að koma á sáttum milli Hamas og Ísraels.

„Samkvæmt nýjustu upplýsingum er staðan nú sú að pendúllinn hefur sveiflast í átt að harðra hernaðaraðgerða," sagði Olmert við blaðamenn við komuna til Ísraels eftir þriggja daga heimsókn til Bandaríkjanna.

Olmert sagði að ríkisstjórn hans væri enn að yfirvega hvort hún ætti að forðast „að lenda í hörðum vopnuðum átökum við hryðjuverkasamtök á Gaza," eða að hrinda af stað aðgerðum sem yrðu mun harðari en til þessa.

Í morgun lentu ísraelskir hermenn sem stýrðu brynvörðum jarðýtum í skærum á Gaza.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert