Mest búsæld í Vancouver

Frá árlegu maraþonhlaupi í Vancouver í síðasta mánuði.
Frá árlegu maraþonhlaupi í Vancouver í síðasta mánuði. Reuters

Hvergi í heiminum er betra að búa en í Vancouver á vesturströnd Kanada, samkvæmt niðurstöðum könnunar rannsóknarstofnunar tímaritsins The Economist. Þrjár kanadískar borgir, og fjórar ástralskar, eru á lista stofnunarinnar yfir tíu búsældarlegustu borgir heims.

Stofnunin raðaði 127 borgum í heiminum samkvæmt útreikningum byggðum á öryggi fólks, grunngerð og framboði á vörum og þjónustu. Auk ástralskra og kanadískra borga voru þrjár evrópskar borgir meðal tíu efstu.

Höfundur niðurstaðna stofnunarinnar, Jon Copestake, segir að í ljósi stjórnmálaástandsins í heiminum nú þurfi ekki að koma á óvart að þær borgir sem best komi út séu þær sem lítil hætta sé talin á að hryðjuverk muni beinast að.

Tíu búsældarlegustu borgir í heiminum eru þessar:

Vancouver
Melbourne
Vín
Genf
Perth
Adelaide
Sydney
Zürich
Toronto
Calgary

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert