Sprengingin ætluð Ísraelum

Palestínsku Hamas samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest er að sprenging sem varð sjö manns að bana í Gasaborg í gær hafi orðið er sprengjugerðarmaður samtakanna var að setja saman sprengju til hryðjuverkaárásar gegn Ísraelum. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. Í yfirlýsingunni segir að maðurinn hafi verið píslarvottur sem hafi unnið að lokaundirbúningi árásar í heilögu stríði    

Fimm herskáir Palestínumenn og tveir óbreyttir borgarar létu lífið í sprengingunni, þar af eitt kornabarn.  

Upphaflega sögðu Hamas-samtökin, sem fara með stjórn Gasasvæðisins, Ísraelsher hafa staðið á bak við sprenginguna og í kjölfar þess rigndi eldflaugum yfir Ísrael frá Gasasvæðinu.

Forsvarsmenn Hamas viðurkenndu síðan að um slys hafi verið en ekki árás. Þá höfðu Ísraelar þá gert loftárás á Gasasvæðið í kjölfar eldflaugaárásanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert