Rannsókn á hvarfi Madeleine hætt?

Fram kemur í fjölmiðlum í Portúgal í dag að lögregla þar í landi ætli að lýsa því yfir að rannsókn á hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann sé lokið þar sem engar vísbendingar eða sönnunargögn liggi fyrir í málinu.

Madeleine hvarf úr sumarleyfisíbúð fjölskyldu sinnar á Algarve þann 3. maí á síðasta ári en hún var þá tæplega fjögurra ára gömul. Ekkert hefur síðan til hennar spurst en foreldrar hennar Kate og Gerry McCann lágu undir grun portúgölsku lögreglunnar og fengu því réttarstöðu grunaðra í málinu.

Þau hafa alla tíð vísað því algerlaga á bug að þau hafi átt nokkurn þátt í hvarfi stúlkunnar og hafa þau ráðið einkaspæjara til að leita hennar þar sem þau hafa lýst því yfir að þau telji lögreglu i Portúgal ekki hafa gert nóg til að hafa uppi á henni.

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert