Flugu til rangs lands

Velsk fjölskyla ætlaði að eyða fríinu á Lanzarote, en var …
Velsk fjölskyla ætlaði að eyða fríinu á Lanzarote, en var fyrir mistök flogið til Tyrklands. mbl.is

Velsk fjölskylda sem hugðist fara í sumarfrí til Lanzarote á Kanaríeyjum, flaug til Bodrum á Tyrklandi fyrir mistök.  Á fréttavef BBC er greint frá því að mistök voru gerð á flugvellinum í Cardiff í Wales þegar röng brottfararspjöld voru afhent fjölskyldunni.

Charles Coray og Tania, eiginkona hans, gerðu sér ekki grein fyrir því að mistök höfðu átt sér stað fyrr en vélin lenti og flugfreyjan sagði „velkomin til Tyrklands."  Charles segir að engar tilkynningar hafi verið kallaðar upp í brottfararsetustofunni á Cardiff flugvelli og að um leið og þau voru komin inn í flugvélina hafi þau sofnað, og því ekki heyrt neitt sem sagt var um borð í vélinni.  Coray segir að á brottfararspjaldinu hafi staðið Bodrum, en ekki að sá staður væri í Tyrklandi. 

First Choice flugfélagið sem gerði mistökin hefur boði Coray hjónunum frí til Ibiza í skaðabætur.  Talsmaður flugfélagsins segir að starfsmaðurinn sem lét fjölskylduna hafa röng brottfararspjöld hafi verið rekinn og að þeim verði endurgreiddur allur aukakostnaður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert