Páfi ræddi við fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. Reuters

Páfagarður hefur greint frá því að Benedikt páfi hafi rætt við tvær konur og tvo karla sem kaþólskir prestar höfðu misnotað kynferðislega. Páfi hitti fólkið undir lok heimsóknar sinnar til Ástralíu.

Að sögn talsmanns Páfagarðs vildi páfi með þessu sýna fram á að hugur hans væri hjá þeim sem hefðu þjáðst vegna glæpa prestanna.

Fórnarlömb, sem tilheyra samtökunum Broken Rites, halda því hins vegar fram að Benedikt páfi hafi ekki hitt þá sem hafa ekki tekið kirkjuna í sátt.

Fyrir tveimur dögum bað páfi fórnarlömb prestanna opinberlega afsökunar á því sem hefði gerst.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert