Mikið úrhelli en litlar skemmdir

Mikið úrhelli fylgdi hitabeltisstorminum Edouard er hann kom inn yfir strönd Texas í dag, og fór vindhraði í honum í 28 m/s. Spár um að hann næði fellibylsstyrk rættust ekki, og heldur hefur dregið úr vindhraðanum eftir að stormurinn kom inn yfir land.

Varúðarráðstafanir voru gerðar í bæði Texas og Louisiana, og allmargir starfsmenn olíuborpalla á Mexíkóflóa voru fluttir í land. Litlar skemmdir urðu á olíumannvirkjum af völdum veðursins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert