Bush aðvarar Rússa

George W. Bush.
George W. Bush. Reuters

George W. Bush Bandaríkjaforseti varaði Rússa við afleiðingunum af því að reyna að steypa stjórnvöldum í Georgíu af stóli. Bush segir að innrás Rússa inn í Georgíu hafi skaðað stöðu Rússlands og tengsl landsins við Vesturveldin.

„Rússar hafa gert innrás í fullvalda nágrannaríki og hótar lýðræðislega kjörinni stjórn. Slíkar aðgerðir eru óviðundandi á 21. öld,“ sagði Bush í ræðu sem hann flutti við Hvíta húsið í dag.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert