Fjallgöngumenn fundust á lífi

Sex áströlskum fjallgöngumönnum var bjargað af fjallinu Cook, sem er hæsta fjall Nýja Sjálands, eftir að hríðarbylur fór þar yfir. 

Hópurinn var fastur á fjallinu í tvo daga, og bjargað í dag með þyrlu.  Leit hafði staðið yfir í tvo daga, en fresta þurfti björgunaraðgerðum vegna veðurs.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert