Forbes útnefnir Merkel valdamestu konu heims

Angela Merkel, kannslari Þýskalands.
Angela Merkel, kannslari Þýskalands. Reuters

Tímaritið Forbes útnefndi í gær Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, valdamestu konu í heimi, þriðja árið í röð. Í öðru og þriðja sæti eru lítt kunnar konur, en Hillary Clinton er í því 28. og Condoleezza Rice í sjöunda.

Sheila Bair, sem kemur næst á eftir Merkel, er framkvæmdastjóri Federal Deposit Insurance Corporation, bandarískrar stofnunar sem „viðheldur stöðugleika og almannatiltrú á bandaríska fjármálakerfinu með því að tryggja innlán, hafa eftirlit með fjármálastofnunum og sjá um skiptameðferðir,“ segir Forbes.

Indra Nooyi, sem er þriðja á listanum, er yfirframkvæmdastjóri bandaríska gosdrykkjarisans PepsiCo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert