Eyðilegging á Kúbu

Eyðilegging í Los Palacios á Kúbu
Eyðilegging í Los Palacios á Kúbu Reuters

Fellibylurinn Gustav stefnir nú á það svæði Mexíkóflóa þar sem miklar olíulindir eru. Fellibylurinn er nú skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur eftir að hafa glatað einhverju af styrk sínum yfir Kúbu. Fjöldi húsa og vega eyðalögðust á Kúbu er fellibylurinn reið yfir en ekki er vitað um manntjón.

Hefur borgarstjórinn í New Orleans fyrirskipað íbúum að yfirgefa heimili sín þegar morgun rennur upp í Bandaríkjunum en klukkan er fjórum tímum á eftir íslenskum tíma þar.

Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku veðurstofunni er talið líklegt að Gustav nái aftur fimmta stigi í dag er hann fer yfir hlýjan sjó Mexíkóflóa. Var hann nálægt því að vera skilgreindur fimmta stigs fellibylur er hann gekk á land á Kúbu, í nágrenni Los Palacios í Pinar del Rio héraði þar sem stór hluti tóbaksframleiðslu Kúbu fer fram. 

Að minnsta kosti 300 þúsund manns þurftu  að yfirgefa heimili sín þar er vindstyrkur Gustavs náði 220 km á klukkustund. Símalínur, tré, húsþök og gluggar létu víða undan Gustav og samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum Kúbu slösuðust margir á eyjunni Isla de la Juventud, en íbúar eyjunnar eru um 87 þúsund talsins, en ekki er vitað um að neinn hafi týnt lífi.


Íbúar New Orleans hafa margir þegar forðað sér út úr …
Íbúar New Orleans hafa margir þegar forðað sér út úr borginni Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert