17 ára dóttir Palin á von á barni

Sarah Palin, varaforsetaefni Johns McCains, forsetaframbjóðanda repúblikana, upplýsti í dag að 17 ára gömul dóttir hennar ætti von á barni. Sagði Palin, að dóttirin, Bristol, ætli að eignast barnið og giftast barnsföðurnum.

„Við erum stolt af þeirri ákvörðun Bristol að eignast barnið og jafnvel stoltari af því að verða afi og amma," segir í yfirlýsingu, sem Palin og Todd eiginmaður hennar sendu frá sér í dag. Bristol er komin fimm mánuði á leið.

„Bristol og ungi maðurinn, sem hún ætlar að giftast, muni fljótt gera sér grein fyrir því að það er ekki auðvelt að ala upp barn. Þess vegna munu þau njóta stuðnings allrar fjölskyldunnar," segir einnig í yfirlýsingunni þar sem farið fram á að fjölmiðlar sýni tillitssemi.

Palinhjónin eiga fimm börn. Það yngsta er fjögurra mánaða gamall drengur sem er með Downs heilkenni. Vangaveltur hafa verið um það á ýmsum bandarískum bloggsíðum, að Bristol hafi í raun verið móðir drengsins en Palin hafi þóst eignast hann.

Ráðgjafar McCains segja að hann hafi vitað um þungun Bristol áður en hann bauð Palin að verða varaforsetaefni sitt.  

Sarah Palin.
Sarah Palin. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert