Forsætisráðherra Japans segir af sér

Yasuo Fukuda
Yasuo Fukuda Reuters

Forsætisráðherra Japans, Yasuo Fukuda, var að tilkynna rétt í þessu að hann hyggðist segja af sér embætti. Þetta kom fram í máli Fukuda á fundi með fréttamönnum sem nú stendur yfir.  Fukuda, sem er 72 ára gamall, tók við embætti forsætisráðherra af Shinzo Abe fyrir tæpu ári síðan.

Fukuda er elsti maðurinn sem skipaður hefur verið í embættið síðan 1990. Hann er formaður Frjálslynda demókrataflokksins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert