Barnaníðingar á skrá

Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Sósíalistaflokksins
Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi Sósíalistaflokksins AP

Yfirvöld á Spáni hyggjast koma upp skrá yfir alla þá sem hafa verið ákærðir, eftirlýstir eða eru fyrir rétti vegna kynferðisbrota gagnvart börnum. Lögreglan mun annast gerð skráarinnar og á hún að verða aðgengileg strax á næsta ári.

Skráin er ætluð til að koma í veg fyrir að barnaníðingar verði ráðnir til vinnu þar sem börn eru annars vegar.

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Spáni hefur kallað eftir slíkri skrá í langan tíma en hann hefur ásakað forsætisráðherrann, José Luis Rosdriguez Zapatero fyrir linkind gagnvart afbrotamönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert