Samkynhneigð mótmælt í Bosníu

Lögreglunni í Bosníu lenti saman við unga menn sem réðust að fyrstu hátíð samkynhneigðra sem haldin er í Sarajevo. Á hátíðinni er kastljósinu beint að myndlist og kvikmyndum samkynhneigðra. Skipuleggendum hennar hafa borist líflátshótanir og eru múslimar í landinu ósáttir við að hún sé tímasett í föstumánuðinum Ramadan.

Að sögn lögreglunnar slösuðust a.m.k. 8 manns í óeirðunum, en árásarmennirnir rifu m.a. fólk út úr bílum, börðu það og öskruðu "drepum samkynhneigða". Einn lögreglumaður slasaðist, og einn óeirðaseggur er í haldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert