Spenna í Jerúsalem

Palestínumenn við aðskilnaðarmúr Ísraela í bænum Aram í útjaðri Jerúsalem.
Palestínumenn við aðskilnaðarmúr Ísraela í bænum Aram í útjaðri Jerúsalem. AP

Mikil spenna er nú á milli gyðinga og araba í Jerúsalem eftir árásir gyðinga á araba um helgina. Ur Lupolianski, borgarstjóri hefur fordæmt atvikin en heitið því að „óróaseggir” muni ekki komast upp með að setja svip sinn a daglegt líf í borginni. Þetta  kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Sjö arabar slösuðust í árrásum bókstafstrúaða gyðinga á araba í borginni um helgina. Þar af slösuðust sex í átökum á laugardagskvöld og einn er hópur gyðinga réðst á sorphirðumann á sunnudagsmorgun. Lupolianski hefur heitið því að árásarmönnunum verði refsað harðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert