Samkomulag um vernd þorskstofnsins

mbl.is/Kristinn

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandslandanna hafa náð samkomulagi um aðgerðir til verndar þorskstofninum. Í samkomulaginu er m.a. kveðið á um að möskvar neta verði stækkaðir þannig að smáfiskur komist í gegn um þau og lokun veiðisvæða á hrygningartíma. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Ráðherrarnir viðurkenna að gera megi ráð fyrir því að aðgerðirnar verði sjómönnum erfiðar en segjast vonast til að aukinn kvóti annars staðar, geti dregið úr áhrifum þeirra. Nefna þeir Norðursjó sérstaklega í því sambandi og segja von um að þorstofninn þar sé að ná sér á strik. 

Þá er stefnt að því að nýju reglurnar leiði til þess að brottkast þorsks, sem veiðist með öðrum tegundum, minnki.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert