Getur séð liti í fyrsta skipti

Sjö ára gamall drengur í Ohio sem fæddist án lithimnu í augunum er byrjaður að sjá liti eftir að hafa fengið ígrædda gervilithimnu á hægra auga. Skurðlæknar við augnlæknastöðina í Cincinnati. Lithimnurnar voru smíðaðar með hliðsjón af ljósmyndum af lithinum móður drengsins.

Skurðlæknirinn sem annaðist aðgerðina segir að ef allt fari vel muni hann framkvæma sambærilega aðgerð á vinstra auga drengsins, sem heitir Nathaniel.

Hann hefur alltaf verið ljósfælinn og fundið fyrir óþægindum í skærri birtu. Hann hefur átt erfitt með að fókusa og gat sjaldnast séð liti skýrt fyrir aðgerðina.

„Ég get sé rauðan, bláan og gulan og appelsínugulan og grænan og hvítan,“ var haft eftir Nathaniel eftir aðgerðina.

Fyrir aðgerðina var augljóst að augun í Nathaniel voru ekki eðlileg. Í stað litaðs hring utan um augasteininn sást aðeins stór, svartur augasteinn með litlum, appelsínugulum hálfmána að neðan. Að sögn skurðlæknisins er bætt sjón Nathaniels forgangsatriði, en að geta lagað útlit hans sé plús.

„Krakkar geta verið svo grimmir við þá sem líta öðru vísi út.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert