Óveður í Svíþjóð

Aðeins ein flugbraut er opin á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi vegna snjóbyls, hætt hefur verið við fjölda fluga og mörgum frestað. Búist er við að ástandið vari fram yfir hádegi en farþegar eru þó hvattir til að mæta út á flugvöll.

Ferjur frá Stokkhólmi til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna hafa einnig orðið fyrir seinkunum vegna veðursins en búist er við að veðrinu sloti ekki fyrr en á morgun.

Óveðrið hefur gengið yfir austurströnd Svíþjóðar um helgina og gefin hefur verið út annars stigs aðvörun sem þýðir að almenningur er í hættu, hætta er á að skemmdum og truflunum á samgöngum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert