Engir gíslar á Taj Mahal

Indverska lögreglan vinnur nú að því að tæma annað tveggja lúxushótelanna sem ráðist var á af vopnuðum hryðjuverkamönnum og að sögn lögreglustjóra er enga gísla að finna á Taj Mahal hótelinu.

Lögreglu- og hersveitir væru nú á ferð um Taj Mahal hótelið og færu inn í öll herbergi þess. „Nokkrir fundust látnir í herbergjunum og þeir verða bornir út af hótelinu. Það er enginn í gíslingu hér,“ sagði lögreglustjórinn A.N. Roy. Lík hafa fundist í hótelinu en lögeglan segist ekki geta nefnt fjölda. 

Roy sagði þó líklegt að einhverja gísla væri að finna í Oberoi-Trident hótelinu sem einnig var ráðist á í gær.

Herskáir íslamistar réðust til inngöngu í hótelið og annað lúxushótel, Oberoi-Trident, í gærkvöldi. Lögregla og öryggissveitir hafa setið um hótelin í nótt en talið var að 10-15 vopnaðir menn héldu 100-200 mönnum í gíslingu á hótelunum.

Eldur kviknaði í Taj Mahal hótelinu í gærkvöldi eftir að öryggisveitir réðust til inngöngu í hluta þess.  Sprengingar og skothríð heyrðust þar í gærkvöldi og nótt. 

Ferðamanni bjargar af Taj Mahal hótelinu
Ferðamanni bjargar af Taj Mahal hótelinu STRINGER/INDIA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert