Indverskir fjölmiðlar gagnrýnir

Taj Mahal hótelið var meðal hótela sem hryðuverkamennirnir náðu á …
Taj Mahal hótelið var meðal hótela sem hryðuverkamennirnir náðu á sitt vald JAYANTA SHAW

Indverskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt stjórnvöld og leyniþjónustu Indlands og segja þau hafa brugðist í ljósi hryðjuverkaárásanna í Mumbai. Þeim hafi ekki tekist að koma í veg fyrir árásarnir og að öryggissveitir hafi verið illa undirbúnar þegar til kastanna kom.

Dagblaðið Mail Today segir að leyniþjónustan hafi ekki haft hugmynd um fyrirhugaðar árásir þrátt fyrir að miklum fjárhæðum hafi verið varið í varnir gegn hryðjuverkum.

Í leiðara Hindustan Times segir að aðferðir leyniþjónustu og hers séu úreltar „það er kominn tími til að það skiljist að ekki verður barist gegn alþjóðahryðjuverkum án þess að umbreyta öryggismálum þjóðarinnar.“

The Indian Express áfelldist forsætisráðherra landsins, Manmohan Singh og sagði hann bera sérstaka ábyrgð. Athygli hans hafi verið á efnahagsmálum og utanríkisstefnu en að innanríkis og öryggismál hafi setið á hakanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert