Obama lofar að reykja ekki í Hvíta húsinu

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna segir enga hættu á að hann verði gripinn við reykingar í reyklausu Hvíta húsinu. Obama segist í kosningabaráttunni hafa hugað meira að heilsunni en hann fái sér þó af og til sígarettu.

Bandarískir fjölmiðlar gerðu mikið úr því í sumar, í miðri kosningabaráttunni, að forsetaframbjóðandi demókrata, Barack Obama neytti tóbaks. Obama, sem eitt sinn var stórreykingamaður, hætti reykingum í upphafi kosningabaráttunnar, ekki síst fyrir beiðni konu sinnar.

Obama viðurkenndi að hann hefði nokkrum sinnum freistast til að fá sér sígarettu í kosningabaráttunni.

„Ég hef fallið nokkrum sinnum,“ svaraði Obama í sjónvarpsviðtali á NBC í dag, þegar hann var spurður hvort hann væri hættur að reykja.

„Ég hef þó staðið mig vel undir þessum kringumstæðum og hugsað vel um heilsuna. Og ég get lofað því að ég mun ekki brjóta reglur Hvíta hússins um reykingar,“ sagði verðandi forseti Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
 
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...