Banvænar sprengjuárásir í Írak

Sex létu lífið og yfir 50 særðust í þremur sprengjuárásum í norðurhluta Írak í dag. Á því svæði hefur bandarískur og íraskur herafli átt í erfiðri baráttu við uppreisnaröfl.

Snemma í morgun sprakk sprengja við umferðargötu í borginni Mosul á sama tíma og íraskur lögreglubíll átti leið hjá. Nokkrir særðust en þegar vegfarendur reyndu að koma þeim til hjálpar sprakk önnur sprengja með þeim afleiðingum að tveir létust.

Þá sprakk bílsprengja við markaðstorg í bænum Sinjar, sem er norðvestur af Mosul og skammt frá landamærum Sýrlands. Þar létust fjórir og 42 særðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert