Árekstur skíðafólks í Austurríki

Skíðaferðir eru vinsælar í Evrópu yfir jólin
Skíðaferðir eru vinsælar í Evrópu yfir jólin Brynjar Gauti

Alvarlegt skíðaslys varð í Austurríki í dag þegar maður og kona skullu saman í miðri skíðabrekku. Maðurinn, þýski stjórnmálamaðurinn Dieter Althaus, liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir slysið en konan, sem ekki hefur verið greint frá hver er, lést við áreksturinn.

Slysið átti sér stað á vinsælu skíðasvæði, Riesneralm, í Austurríki en þangað sækja margir yfir jól og áramót. Althaus, sem er 50 ára gamall, var sóttur af þyrlu og fluttur á sjúkrahús í Schwarzach, suður af Salzburg. Hann hlaut áverka á höfuðkúpu og heila, með smávægilegri blæðingu inn á heila. Honum er haldið sofandi en er ekki talinn í lífshættu.

Nánari tildrög árekstursins eru ekki þekkt enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert