Olmert hafnaði vopnahléi

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafnaði því í viðræðum við Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, í kvöld, að bjóða vopnahlé í hernaðaraðgerðunum gegn Hamassamtökunum á Gasasvæðinu.

Hörð átök voru í kvöld milli ísraelskra hermanna og Hamasliða í Gasaborg og segja arabískar sjónvarpsstöðvar að 3 ísraelskir hermenn að minnsta kosti hafi fallið og tugir særst.

Franskir embættismenn höfðu eftir Olmert, að markmið aðgerðanna væri ekki aðeins að Hamassamtökin hættu að skjóta flugskeytum frá Gasasvæðinu á Ísrael heldur að tryggja að Hamas geti ekki skotið slíkum flaugum.

„Við getum ekki fallist á málamiðlun sem gerir Hamas kleift að skjóta á ný eftir tvo mánuði á ísraelska bæi," höfðu embættismennirnir eftir Olmert.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...