Ráðaleysi í Öryggisráðinu

Öryggisráð SÞ í New York
Öryggisráð SÞ í New York Reuters

Enn ríkir ágreiningur innan Öryggisráðsins vegna átakanna á Gaza-svæðinu og kom ráðið sér ekki saman um sameiginlega yfirlýsingu um vopnahlé en árásir Ísraela hafa nú staðið yfir í 12 daga.

Líbía, sem er eini fulltrúi Arabaríkja í ráðinu fór fram á kosningu um drög að samþykkt „sem krefst tafarlausra loka“ á árásum Ísraela sem voru hafnar til að binda endi á eldflaugaárásir Hamas-samtakanna.

Önnur tillaga að yfirlýsingu var einnig í umferð sem aðeins legði áherslu á „tafarlaust og varanlegt vopnahlé“ og tæki frumkvæði Egypta að vopnahléi sem þeir lögðu fram í gær.

Áfram verður fundað í ráðinu þar til niðurstaða fæst en til að yfirlýsing verði samþykkt verður hún að hljóta samþykki allra 15 aðildarríkja Öryggisráðsins.

Yfir 700 Palestínumenn eru taldir hafa látist í árásum Ísraela.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert