Bush ætlar að halda áfram að stökkva

George Bush á Bessastöðum í heimsókn hjá Ólafi Ragnari og …
George Bush á Bessastöðum í heimsókn hjá Ólafi Ragnari og Dorritt. Morgunblaðið/ÞÖK

George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist í dag ætla að halda áfram að iðka fallhlífarstökk. Bush kom fram ásamt syni sínum, George W. Bush, í sjónvarpsviðtali á bandarísku fréttastöðinni Fox news í dag. Forsetinn fyrrverandi sem er 84 ára gamall stökk meðal annars úr flugvél með fallhlíf til að fagna 80 ára afmæli sínu og svo aftur árið 2007.

„Þetta er spennandi,“ sagði Bush sem gengur við staf en það hefur hann gert síðan hann gekkst undir aðgerð á baki. Hann segist vilja halda áfram að stökkva til að senda út þau skilaboð að menn geti ýmislegt gert á sínum efri árum.

Bush yngri varaði föður sinn reyndar við og sagðist vonlítill á að móðir sín myndi samþykkja fleiri fallhlífarstökk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert