Kínverskar leigukærustur

Kínverskar agreiðslustúlkur á veitingastaðnum Hooters í Peking.
Kínverskar agreiðslustúlkur á veitingastaðnum Hooters í Peking.

Margir ungir kínverskir karlmenn grípa nú til þess ráðs að greiða ungum konum frá sem svarar um 900 íslenskum krónum á dag fyrir að láta sem þær séu unnustur þeirra. Ástæðan er hin gífurlegi þrýstingur sem þeir finna fyrir frá foreldrum sínum um að finna sér eiginkonu.

Kínverjar fagna um þessar mundir nýju ári og auglýsa framtakssamir aðilar nú gervikærustur til leigu fyrir ofangreinda upphæð.

Í höfuðborginni Peking veldur það mörgum körlum sálarkvölum að karlarnir séu fleiri en konurnar og samkeppnin um maka því afar hörð.

Sama er uppi á teningnum í sveitunum þar sem hart er lagt að ungum körlum að ganga í hjónaband þegar þeir eru á þrítugsaldri.

„Kærustu óskað, mun greiða daglaun,“ auglýsir maður sem gefur upp nafnið Wang á einni vefsíðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert