Evruupptöku Pólverja frestað?

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands.
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. Reuters

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að upptöku evrunnar í Póllandi verði frestað fari svo að fjármálahrunið reynist ógn við póslka zlotyið og fjármálalífið í landinu.  

Pólverjar hafa stefnt að upptöku evrunnar árið 2012 og þurfa því að hefja þátttöku í gengissamstarfinu ERM II. á fyrri helmingi þessa árs ef það markmið á að nást.

Tusk lét þessi orð falla í viðtali við sjónvarpsstöðina TVN24, þar sem hann sagði að ef upptökuferlið myndi með einhverjum hætti auka á áhættuna í pólska hagkerfinu myndi það þýða að horft yrði frá því.

Staðan í Póllandi er betri en víða annars staðar og ef spár rætast verður landið annað af tveimur 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins þar sem hagvöxturinn verður yfir 2 prósentustig í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert