Hrósað fyrir dauðarefsingu

Fulltrúar stjórnvalda í Kína sátu fyrir svörum á fundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni og varð niðurstaðan að haldið skyldi áfram á sömu braut í landinu og öll gagnrýni var þögguð niður eða útvötnuð. Fulltrúar Egyptalands, Búrma, Kúbu, Írans og Simbabve hrósuðu Kína m.a. fyrir að halda fast við dauðarefsingu, að sögn Aftenposten.

 Talið er að um 8.000 manns séu tekin af lífi í Kína ár hvert. Nokkur ríki reyndu að koma að gagnrýni á Kína en tillögurnar voru felldar. Íranar hvöttu Kínverja til að herða enn ritskoðun á netinu.

 Kúbverjar sögðu Kína vera ,,til fyrirmyndar" á sviði mannréttinda og gáfu Kínverjum það ráð ,,að koma í veg fyrir að fólk sem þykist berjast fyrir mannréttindum fái að reyna að grafa undan ríkinu".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert