Uppræta barnavændi

Hinir handteknu störfuðu í alls 29 borgum í Bandaríkjunum.
Hinir handteknu störfuðu í alls 29 borgum í Bandaríkjunum.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið hátt í 600 manns í þriggja daga aðgerðum gegn barnavændi í Bandaríkjunum. Börn allt niður í 13 ára aldur hafa verið seld af misindismönnum í vændi.

Yfir 570 manns í 29 borgum hafa verið teknir höndum vegna gruns um aðild að vændinu og segir lögreglan nú allt kapp lagt á að hafa hendur í hári 16 ára stúlku sem plataði ung börn til fylgilags við dólgana.

Lögreglukonan Melissa Morrow hjá FBI sagði eldri vændiskonur hafa veitt ábendingar um stúlkuna sem talin er hafa leiðst út í vændi 13 ára gömul. 

Börnin sem bjargað hefur verið úr höndum vændishringjanna eru á aldrinum 13 til 17 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert