Flóttamönnum drekkt á Aden-flóa

Sex flóttamenn drukknuðu og ellefu er saknað eftir að þeim var varpað fyrir borð á báti sem flutti þá frá Sómalíu yfir Aden-flóa, samkvæmt upplýsingum frá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Alls voru 52 Sómalar og Eþíópíumenn um borð í bátnum sem náði til strandar Jemen á föstudag.

Sautján bátsverjar voru neyddir til þess að stökkva frá borði þegar báturinn kom til Huseysa, sem er á strönd Jemen. „Þegar smyglararnir urðu varir við jemensku strandgæsluna þá neituðu þeir að fara nær landi og neyddu farþeganna til þess að stökkva frá borði," að því er segir í yfirlýsingu frá flóttamannaaðstoð SÞ.

Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem lifðu ferðalagið af hófst ferðalagið í Suweto í Sómalíu á fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert